Nýtt leiksvæði við Hólatjörn
Framkvæmdir við nýjan hverfisvöll á móts við Hólatjörn eru hafnar og mun leiksvæðið verða hið glæsilegasta og þjónað öllum aldurshópum.
Svæðinu verður skipt upp í þrjú svæði
Eitt svæðið verður hannað fyrir yngri börn, sem verður afgirt með hliði. Leiktæki á því svæði verða, lítil rennibraut, gormatæki, skip og tvö rör/göng. Undirlagið verður gúmmíhellur eða gervigras. Gróðurmön umlykur svæðið til hálfs og skapar skjól. Borð og bekkir á hellulögðu svæði.
Annað leiksvæði, fyrir eldri börn, verður með 2 rólusettum, þar sem annað er með ungbarnasætum. Einnig verður þar kastali, hringekja og surfy-jafnvægistæki. Gróður og hellulagt svæði fyrir borð og bekki.
Skógarsvæðið verður með skógarstígum og leiktækjum í Asparlundi. Þar verður gert ráð fyrir brú, 3 smárastöplum, jafvægistæki auk kastala.
Leiksvæðið verður klárt til notkunar snemma í sumar svo að ungir sem aldnir munu án efa nýta sér þetta skemmtilega leiksvæði vel.