Nýtt meirihlutasamstarf og verkaskipting
Á bæjarstjórnarfundi 27.maí sl. tók nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og bæjarmálafélagsins Áfram Árborgar formlega til starfa.
Mörg verkefni og tækifæri eru framundan og lítil sem engin stefnubreyting
Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Áfram Árborgar ætlar að standa þétt saman að þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan í Sveitarfélaginu Árborg. Við munum koma til með að byggja á góðu samráði og samvinnu um aðgerðir í þágu Árborgar með það markmiði að efla sveitarfélagið til framtíðar.
Hagsmunir íbúa verða ávallt í forgrunni ákvarðana á vettvangi bæjarstjórnar hvort sem er til lengri eða skemmri tíma.
“Mikil tækifæri eru í samfélaginu, metnaðarfull uppbyggingaráform og endurskipulagning á rekstri sveitarfélagsins gengur vel og mikilvægt að halda því góða starfi áfram.” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. “Okkur fannst mikilvægt að stjórn sveitarfélagsins héldi snurðulaust áfram og sömdum því fljótt og vel við Sjálfstæðismenn sem við eigum mikla málefnalega samleið með” sagði Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Áfram Árborgar.
Á bæjarstjórnarfundinum 27. maí sl. var kosið í eftirfarandi embætti sem bæjarfulltrúar skipa út kjörtímabilið
Bragi Bjarnason verður bæjarstjóri Árborgar og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista verður formaður bæjarráðs, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista varaformaður og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista aðalmaður. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista verður áheyrnafulltrúi.
Í upphafi kjörtímabilsins var aukið við starfshlutfall formanns bæjarráðs með það að markmiði að ná enn betur utan um endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins, framsetningu byggingarréttargjalds og heildaryfirsýn reksturs og fjárfestinga í 10 ára vinnuáætlun. Við töldum og teljum mikilvægt að sveitarfélagið ráði við áframhaldandi vöxt og lendi ekki aftur í sömu fjárhagsvandræðum og það var komið í. Um leið leggjum við mikið upp úr gagnsæi og upplýsingagjöf til íbúa í formi greinaskrifa, opna bókhaldið, íbúafundum í minni og stærri hópum ásamt því að funda með forsvarsmönnum fyrirtækja á svæðinu og öðrum þeim sem hafa áhuga á að byggja upp frekari atvinnurekstur í sveitarfélaginu. Það er mikilvægt að forystufólk bæjarstjórnar geti af fullum krafti sinnt þeim verkefnum sem liggja fyrir og umfang vinnunnar sl. tvö ár sýnt að á því var full þörf.
Formaður bæjarráðs mun þrátt fyrir lækkað hlutfall úr 61,7% niður í 42% sinna hluta þessara verkefna ásamt öðrum þeim sem honum ber að vinna samkvæmt samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar. Bæjarráð fer með þau meginverkefni að bera ábyrgð á framkvæmda- og fjármálastjórn sveitarfélagsins en einnig með jafnréttismálum, atvinnumálum og upplýsinga- og markaðsmálum.
Skipan aðalmanna í fagnefndir sveitarfélagsins
Skipulagsnefnd
- Ari Björn Thorarensen, formaður D-lista
- Rebekka Guðmundsdóttir, D-lista
- Axel Sigurðsson, Á-lista
- Björgvin G. Sigurðsson. S-lista
- Matthías Bjarnason, B-lista
Eigna- og veitunefnd
- Sveinn Ægir Birgisson, formaður D-lista
- Jóhann Jónsson, D-lista
- Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista
- Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista
- Arnar Freyr Ólafsson, B-lista
Fræðslu- og frístundanefnd
- Brynhildur Jónsdóttir, formaður D-lista
- Gísli Rúnar Gíslason, D-lista
- Ástrós Rut Sigurðardóttir, Á-lista
- Guðrún Rakel Svandísardóttir, B-lista
- Elísabet Davíðsdóttir, S-lista
Velferðarnefnd
- Helga Lind Pálsdóttir, formaður D-lista
- Margrét Anna Guðmundsdóttir, D-lista
- Lieselot Simoen, Á-lista
- Ellý Tómasdóttir, B-lista
- Herdís Sif Ásmundsdóttir, S-lista
Menningarnefnd
- Kjartan Björnsson, formaður D-lista
- Anna Linda Sigurðardóttir, D-lista
- Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, Á-lista
- Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, B-lista
- Ástfríður M. Sigurðardóttir, S-lista
Umhverfisnefnd
- Daníel Leó Ólason, formaður Á-lista
- Þórhildur D. Ingvadóttir, D-lista
- Björg Agnarsdóttir, D-lista
- Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
- Guðrún Rakel Svandísardóttir, B-lista
Öldungaráð
- Þórhildur D. Ingvadóttir, formaður D-lista
- Ingvi Már Guðnason, D-lista
- Ellý Tómasdóttir, B-lista
Almannavarnaráð Árborgar (Viðbragðsteymi Árborgar)
- Kjartan Björnsson, formaður D-lista
- Viðar Arason, D-lista
- Sólveig Þorvaldsdóttir, B-lista
Nánari upplýsingar um ráð og nefndir
Málefnasamningur Sjálfstæðisflokksins í Árborg og Áfram Árborgar út kjörtímabilið 2022 - 2026