Opin íbúafundur á Selfossi um atvinnu- og menningarmál
4. apríl 2019
Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) standa fyrir fundaherferð um Suðurlandið þessa dagana í tengslum við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 - 2024. Opin íbúafundur verður haldin í Tryggvaskála á Selfossi þriðjudaginn 9. apríl nk. og skiptist fundurinn í tvennt: Súpufundur kl. 12:00 - 14:00 um atvinnumál og kaffifundur kl. 16:00 - 18:00 um menningarmál. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og koma sínum skoðunum og ábendingum í ljós við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 - 2024.