Vinsælasta bók ársins 2025 hjá lánþegum Bókasafna Árborgar
Íbúar í Árborg eru miklir lestrarhestar og duglegir að nýta bókasöfnin. Bókaverðir tóku saman lista yfir þær bækur sem fóru oftast í útlán á nýliðnu ári.
Hér að neðan má finna bækurnar sem fóru oftast í útlán hjá Bókasöfnum Árborgar árið 2025. Starfsfólk þakkar íbúum fyrir mikinn lestraráhuga og góðar stundir á bókasafninu. Við tökum fagnandi á móti nýju og spennandi lestrarári.
1. Hildur eftir Satu Rämö
2. Ferðabíó herra Saitos eftir Annette Bjergfeldt
3. Ferðalok eftir Arnald Indriðason
4. Franska sveitabýlið eftir Jo Thomas
5. Morðin á heimavistinni eftir Lucinda Riley
6. Þegar sannleikurinn sefur eftir Nönnu Rögnvaldardóttur
7. Morð og messufall eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur
8. Vatn á blómin eftir Valérie Perrin
9. Bara vinir eftir Abby Jimenez
10. Sólskinsdagar og sjávargola eftir Carole Matthews
