Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Opnun bókasafna sveitarfélagsins!

Mánudaginn 4. maí kl. 9:00 verður Bókasafnið á Selfossi opnað aftur. Við verðum með opið frá kl. 9:00 - 18:00 alla virka daga í sumar ef allt fer sem horfir. 

Það verður því miður ekki boðið upp á kaffið eða dagblöðin strax, né heldur leikföng í barnadeild en ykkar bíða bækur í bunkum og vonandi fylgir hitt mjög fljótlega í kjölfarið.

Á Stokkseyri opnar bókasafnið mánudaginn 4. maí, kl. 16:00.
Á Eyrarbakka opnar bókasafnið þriðjudaginn 5. maí, kl. 16:00.

Skiladagur á gögnum í útláni er 14. maí og skírteini sem voru gild þegar var lokað hafa verið framlengd um 40 daga, svo nú ættu allir að vera klárir í slaginn.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica