Opnun bókasafna sveitarfélagsins!
Mánudaginn 4. maí kl. 9:00 verður Bókasafnið á Selfossi opnað aftur. Við verðum með opið frá kl. 9:00 - 18:00 alla virka daga í sumar ef allt fer sem horfir.
Það verður því miður ekki boðið upp á kaffið eða dagblöðin strax, né heldur leikföng í barnadeild en ykkar bíða bækur í bunkum og vonandi fylgir hitt mjög fljótlega í kjölfarið.
Á Stokkseyri opnar bókasafnið mánudaginn 4. maí, kl. 16:00.
Á Eyrarbakka opnar bókasafnið þriðjudaginn 5. maí, kl. 16:00.
Skiladagur á gögnum í útláni er 14. maí og skírteini sem voru gild þegar var lokað hafa verið framlengd um 40 daga, svo nú ættu allir að vera klárir í slaginn.
