Óskað eftir hugmyndum fyrir Sundhöll Selfoss
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir hugmyndum vegna uppbyggingar sundlaugargarðs Sundhallar Selfoss.
Vinnu við framtíðarskipulag sundlaugargarðsins er að hefjast og er leitað til íbúa og gesta eftir hugmyndum að skipulagi og afþreyingu í garðinum sem nær frá nýju byggingunni (afgreiðslunni) og yfir malbikað plan við útiklefana. Áhugasamir eru hvattir til að senda inn hugmyndir og tillögur í gegnum vefinn Betri Árborg. Hægt er að skila inn hugmyndum fram í byrjun nóvember en allar tillögur sem berast fara til úrvinnslu í starfshópi á vegum sveitarfélagsins um uppbygging útisvæðis Sundhallar Selfoss.
Hvað vilt þú sjá á útisvæðinu við Sundhöll Selfoss?
