Ráðning aðstoðarskólastjóra Stekkjaskóla
Ástrós Rún Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarskólastjóra Stekkjaskóla. Alls bárust 13 umsóknir um starfið en ein umsókn var dregin til baka. Stefnt er að fyrstu skólasetningu haustið 2021.
Ástrós er með MA próf í uppeldis- og menntunarfræðum og B.Ed. próf til grunnskólakennararéttinda. Hún hefur starfað í Vallaskóla frá 2006, fyrst sem grunnskólakennari og síðar sem deildarstjóri yngsta stigs og frístundaheimilisins. Skólaárið 2019-2020 var Ástrós verkefnastjóri í snemmtækri íhlutun á fjölskyldusviði Árborgar og núna á haustmisseri hefur hún verið sérkennari í fjölmenningardeild Vallaskóla.
