Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Ráðning garðyrkjustjóra sveitarfélagsins

Mannvirkja- og umhverfissvið hefur ráðið Guðlaugu F. Þorsteinsdóttur í nýtt starf garðyrkjustjóra.  

Guðlaug er með meistararéttindi í skrúðgarðyrkju frá Landbúnaðarháskólanum á Reykjum í Ölfusi. Hún starfaði áður sem yfirverkstjóri verkbækistöðvarinnar á Klambratúni hjá Reykjavíkurborg, sem sinnir meðal annar Hljómskálagarðinum og miðbæ Reykjavíkur. Guðlaug hefur einnig starfað á ræktunarstöð Reykjavíkurborgar þar sem hún sá m.a um skipulagningu á ræktun sumarblóma fyrir borgina. Guðlaug býr yfir mikilli reynslu í skrúðgarðyrkju og stjórnun. Við bjóðum Guðlaugu hjartanlega velkomna til starfa og mun hún hefja störf  29. maí næstkomandi.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica