Ráðning mannauðsráðgjafa
Berglind Harðardóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Sveitarfélagsins Árborgar en hún var valin úr hópi 19 umsækjenda um starfið.
Berglind hefur lokið MS gráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfað áður hjá Opnum Kerfum, nú síðast sem mannauðsstjóri fyrirtækisins. Sveitafélagið Árborg er ört stækkandi vinnustaður og kemur þessi ráðning til af því að skapast hefur þörf á auknum mannafla til að sinna þeim fjölbreyttu verkefnum sem heyra undir mannauðstjóra sveitafélagins. Berglind hefur nú þegar hafið störf.