Ráðningum lokið í Stekkjaskóla og heimasíða opnuð
Undirbúningur Stekkjaskóla gengur vel. Um daginn var heimasíða skólans opnuð og er veffangið www.stekkjaskoli.is .
Þar eru settar inn helstu fréttir af gangi mála og birt valin bréf sem send eru á forráðamenn. Búið er að ráða alla starfsmenn og eru skólastjórnendur mjög ánægðir með hópinn. Hildur Bjargmundsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri stoðþjónustu og nöfn annarra starfsmanna má sjá á heimasíðunni.
ÞG verktakar eru byrjaðir að slá upp fyrir grunni stóra skólans og var fyrsta steypuvinnan í vikunni. Smíði færanlegu kennslustofanna er í fullum gangi og styttist í að fyrstu húsin verði flutt á skólalóðina. Í bréfi sem skólastjórnendur sendu forráðamönnum í lok apríl var m.a. farið yfir bygginga- og lóðamál og hvernig tryggja á gott og öruggt aðgengi að skólanum í skólabyrjun. Bréfið má sjá hér:
Miðvikudaginn 2. júní og mánudaginn 7. júní munu skólastjórnendur ásamt forstöðumanni frístundar vera með skólakynningar fyrir forráðamenn barna sem munu sækja Stekkjaskóla næsta haust. Nánari upplýsingar um fundina verða sendar heim til foreldra og settar á heimasíðu
