Rafræn skráning gæludýra
Sveitarfélagið hefur tekið upp kerfi sem heldur utan um skráningu leyfisskyldra gæludýra í Árborg.
Skrá þarf bæði hunda og ketti eins og fram kemur í samþykkt um kattahald og samþykkt um hundahald.
Tilgangurinn með kerfinu er að bæta þjónustu við gæludýraeigendur og gera þjónustuna aðgengilega allan sólarhringinn
Með kerfinu er hægt að óska eftir gæludýraleyfi á veraldarvefnum og skrá inn upplýsingar um gæludýrið.
Kerfið býður upp á QR kóða á merki hvers gæludýrs og getur eigandi ákveðið hvaða upplýsingar birtast þegar kóðinn er skannaður. Þessi virkni flýtir mjög fyrir því að dýr komist heim ef þau týnast.
Þeir sem þegar hafa leyfi til gæludýrahalds eru komnir í kerfið og hægt að skoða sína skráningu með því að skrá sig inn á þessari slóð hjá Icepets og fara í gegnum auðkenningu island.is. Slóðin er einnig aðgengileg á Mín Árborg .
Gæludýraeigendur geta sett inn myndir af hverju gæludýri, sett inn upplýsingar um kyn og nafn tegundar.
Hægt að hlaða inn skjölum eins og t.d. staðfestingu á að hundur hafi lokið hlýðninámskeiði sem veitir afslátt af árgjaldi.
Innifalið í árgjaldinu er árleg ormahreinsun hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands og sjá þau um að skrá dagsetningu ormahreinsunar ásamt örmerkjanúmeri, geldingu og aðrar upplýsingar sem tengjast hverju skráðu dýri.
Þegar gæludýr er skráð í fyrsta sinn þarf að velja hvort um er að ræða gæludýrahald í einbýli eða fjölbýli og skila inn samþykkt annarra íbúa sé um að ræða fjölbýli með því að hlaða því upp í kerfinu.
Nánari upplýsingar um kerfið og notkun þess má finna hér https://www.icepets.is/is