Rafrænir reikningar
Frá og með 1. október 2023 tekur sveitarfélagið eingöngu við reikningum, vegna kaupa á vöru og þjónustu, með rafrænum hætti.
Samkvæmt samþykkt Bæjarráðs Árborgar mun Sveitarfélagið Árborg og tengd félög frá og með 1. október 2023 eingöngu taka við reikningum á rafrænu formi og skulu allir reikningar vegna kaupa á vörum og þjónustu vera með rafrænum hætti.
Pappírsreikninga á ekki að senda samhliða rafrænum reikningum. Þetta á við um alla reikninga stílaða á Sveitarfélagið Árborg, Fasteignafélag Árborgar, Selfossveitur og Leigubústaði Árborgar.
Pappírsreikningar sem eru útgefnir eftir 1. október 2023 munu því verða endursendir og óskað eftir rafrænum reikningum. Reikningar skulu vera á svokölluðu XML-formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara.
Rétt er að benda á að reikningur sendur sem pdf-skrá með tölvupósti telst ekki rafrænn reikningur.
Mælt er með að söluaðilar gefi út reikninga í sínum kerfum og miðli í gegnum skeytamiðlara
Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlara veita ráðgjöf um útgáfu og miðlun rafrænna reikninga. Aðilum sem eru án bókhaldskerfis er bent á að hægt að er að senda rafræna reikninga á Sveitarfélagið Árborg í gegnum InExchange.
Erindi þetta var tekið fyrir og samþykkt á 49. fundi Bæjarráðs Árborgar þann 17. ágúst 2023.