Rauð viðvörun 6. febrúar
Gert er ráð fyrir óraskaðri starfsemi í stofnunum sveitarfélagsins eftir kl. 13:00 í dag, fimmtudag. Gámasvæði verður áfram lokað vegna mikilla vinda. (uppfært)
Rauð viðvörun er í gildi vegna veðurs fimmtudaginn 6. febrúar frá kl. 8:00 - 13:00. Hættustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna veðurs.
Almannavarnir hvetja til þess að fólk sé ekki á ferðinni meðan rauð viðvörun er í gildi og að þjónusta sem er ekki ómissandi eða í forgangi sé lokuð.
Eftirfarandi gildir um stofnanir Sveitarfélags Árborgar:
Röskun verður á leik- og grunnskólastarfi. Hefðbundið skólahald fellur niður. Starfsemi í leik- og grunnskólum verður mikið skert, þeir halda úti lágmarksmönnun og taka á móti börnum í brýnni neyð. Það ber að tilkynna um komu barnanna í leik- og grunnskólann með tölvupósti.
- Bókasafn Árborgar á Selfossi verður lokað til kl. 13:00. Hættustig hefur ekki áhrif á opnunartíma Bókasafnsins á Stokkseyri.
- Sundhöll Selfossi verður opin milli kl. 6:00 og 8:00, metið verði hvort hægt verði að opna útisvæði á þeim tíma. Sundhöllin verður lokuð milli kl. 8:00 og 13:00 á meðan rauð veðurviðvörun er í gildi. Hættustig hefur ekki áhrif á opnunartíma Sundlaugarinnar á Stokkseyri.
- Íþróttahús opna upp úr kl. 13:00.
- Ráðhús Árborgar verður lokað í fyrramálið en símsvörun í þjónustuveri opnar kl. 09:00.
- Afgreiðsla Ráðhúsið opnar kl. 13:00.
- Afgreiðsla á Austurvegi 67 verður lokuð.
- Gámasvæði verður lokað.
- Stuðningsþjónusta og önnur velferðarþjónusta verður skert á milli kl. 8:00 og 13:00.
- Heimsendingu á mat gæti seinkað vegna veðurs.
- Akstur Árborgarstrætó, miðað við veðurspá byrjar Árborgarstrætó að keyra aftur kl. 13:40 samkvæmt áætlun.
Tilkynning á vef Árborgar verður uppfærð ef þörf krefur til samræmis við gildistíma rauðrar viðvörunar