Saman gegn sóun | Evrópska nýtnivikan
Stefnan 'Saman gegn sóun' leggur áherslu á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.
Stefnan 'Saman gegn sóun' leggur áherslu á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.
Um verkefnið
Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis, orku- og loftslagsráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir frá árinu 2016 til 2027. Umhverfisstofnun fer með umsjón með Saman gegn sóun.
Í samræmi við hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins er sett í forgang að draga úr myndun úrgangs og stuðla þannig að minni eftirspurn eftir náttúruauðlindum. Í stefnunni er lögð áhersla á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.
Markmið stefnunnar
- að draga úr myndun úrgangs
- að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
- að bæta nýtingu auðlinda, m.a. með áherslu á græna nýsköpun
- að draga úr hráefnisnotkun samhliða minni umhverfisáhrifum
- að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi
Aðgerðir stefnunnar
- Auka sjálfbæra neyslu og stuðla að því að lífshættir haldist í hendur við aðferðir sem auka nýtni svo sem betri nýting hluta svo þeir verði ekki að úrgangi
- Draga úr notkun einnota umbúða
- Stuðla að hönnun vöru með efnum sem ekki eru skaðleg heilsu og umhverfi
- Auka græna nýsköpun
- Draga enn frekar úr förgun úrgangs
- Líta á úrgang sem auðlind sem ber að nýta