Samningur framlengdur við Háskólafélag Suðurlands
Sveitarfélagið Árborg hefur framlengt samning við Háskólafélag Suðurlands um aðstöðu Fjölheima í Sandvíkursetri á Selfossi.
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri og Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri háskólafélagsins skrifuðu undir samninginn sem er til tveggja ára.
Samhliða honum er unnið að framtíðarsýn fyrir húsnæðið með mögulegri þátttöku fleiri aðila. Markmiðið er að Háskólafélagið fyrir hönd Fjölheima geti aukið við leigurými til framtíðar sem og að skoða möguleika þess að húsnæðið verði enn aðgengilegra fyrir almenning.
“Starfsemi háskólafélagsins og annarra aðila í Fjölheimum er mikilvæg samfélaginu og það er ánægjulegt að geta tryggt starfseminni húsnæði næstu tvö árin og um leið unnið saman að markvissri framtíðarsýn." segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.
Á myndinni eru Bragi, Ingunn og Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs