Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Samstarfssamningur í málefnum fatlaðra barna á Suðurlandi

Nýr samstarfssamningur um mótun landshlutateymis á Suðurlandi hefur verið undirritaður. Um er að ræða tveggja ára þróunarverkefni í samræmi við Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og miðar að því að styrkja grunnþjónustu í héraði.  

Aðilar að samningnum eru Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Fjölskyldusvið Árborgar, Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Velferðar- og skólaþjónusta Árnesþings.

Landshlutateymið byggir á þverfaglegu samstarfi þar sem fulltrúar félags-, skóla- og heilbrigðisþjónustu frá hverju svæði mynda samstarfsteymi með það að markmiði að stuðla að heildstæðri þjónustu við fötluð börn með sértækar þarfir og fjölskyldur þeirra. 

Tilgangur teymisins er einnig að auka samvinnu og samráð á milli Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og þjónustuaðila í heimabyggð við greiningarferli, eftirfylgd, íhlutunarleiðir, ráðgjöf og skipulag fræðslu til að stuðla að sérhæfðri þekkingaruppbyggingu.

Sigríður O. Guðjónsdóttir frá Greiningar- og ráðgjafarstöð og Kristín Björk Jóhannsdóttir frá Fjölskyldusviði Árborgar hafa verið ráðnar sem verkefnastjórar verkefnisins. 

Sigríður O. Guðjónsdóttir er iðjuþjálfi að mennt með viðbótarmenntun í sérkennslufræðum. Hún hefur víðtæka reynslu af vinnu með börnum með fatlanir og fjölskyldum þeirra hér á landi, í Noregi og Danmörku. 

Kristín Björk Jóhannsdóttir er þroskaþjálfi og kennari að mennt auk þess að vera með viðbótarmenntun í fötlunarfræðum og ráðgjöf. Hún hefur starfað um árabil við sérdeild Suðurlands sem þroskaþjálfi, kennari, við ráðgjöf og sem deildarstjóri.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica