Samvera um jólin
Á þessum hátíðartímum vill forvarnarteymi Árborgar minna á mikilvægi samveru.
Á þessum dýrmætu stundum í desember, þegar dimmir dagar og kuldi ráða ríkjum, leitar fólk í hluti sem veita þeim hlýju og hvað er betra en að finna hana í nánd fjölskyldunnar.
Í heimi þar sem daglegt amstur getur auðveldlega dregið athyglina frá þeim dýrmætu tímum sem við deilum með fjölskyldunni, er gott að leggja áherslu á mikilvægi þess að verja tíma saman.
Þann 2. október síðastliðinn var haldin forvarnardagur í sveitarfélaginu okkar, þar sem kom skýrt fram að samvera er eitt af því sem veitir okkur vellíðan og öryggi.
Nemendur í 9.bekk voru spurðir “Hvað geta foreldrar/ fjölskyldur ykkar gert til að styðja við vellíðan og öryggi ykkar?” Einnig voru foreldrar spurðir “Hvað getum við gert til að styðja við vellíðan og öryggi barnanna okkar?”
Samkvæmt svörunum er ljóst að bæði börn og foreldrar/fjölskyldur leggja mikla áherslu á samveru þegar kemur að vellíðan og öryggi. Svörin undirstrika að samverustundir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir börnin, heldur einnig okkur fullorðna fólkið, þar sem þær skapa tengsl og dýrmætar minningar.
Hvað geta foreldrar/ fjölskyldur okkar gert til að styðja við vellíðan og öryggi okkar?
Svör nemenda í 9. bekk í grunnskólum Árborgar
Hvað getum við gert til að styðja við vellíðan og öryggi barnanna okkar?
Svör foreldra/aðstandenda barna í 7. - 10. bekk í Árborg
Samveru má lýsa sem þeim dýrmætu stundu sem við deilum með þeim sem við elskum. Setjum annað til hliðar og tökum frá tíma fyrir samveru með börnunum okkar. Hvort sem það er að baka smákökur, skreyta jólatréð, eða einfaldlega fara í göngutúr saman, skiptir ekki máli - en það að vera saman gerir hvert augnablik dýrmætara.
Jólahátíðin, með öllum sínum hefðum og gleði, býður upp á einstakt tækifæri til að njóta samverunnar
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að nýja árið verði fullt af gleði, kærleika og samverustundum.
Með hlýjum jólakveðjum, Forvarnarteymi Árborgar