Saunaklefi í sundlaug Stokkseyrar
Á bæjarráðsfundi Árborgar 4. september voru samþykkt kaup á saunaklefa við sundlaugina á Stokkseyri
Farið var yfir tillögu eigna- og veitunefndar frá 26. ágúst sl. sem fólst í því að kaupa saunaklefa og setja hann upp við sundlaugina á Stokkseyri.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra að leggja fyrir viðauka við fjárfestingaráætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 4.500.000 til samþykktar.
Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður sundlaugarinnar, gerir ráð fyrir að saunaklefinn komist í notkun fyrir desember en afhendingartími er í kringum átta vikur.