Selurinn tekur þátt í Hljómlist án landamæra
29. mars 2019
Selurinn - félagsstarf fyrir fólk með fötlun 16 ára og eldri tekur þátt í tónleikunum "Hljómlist án landamæra" sem fer fram 2.apríl nk. kl. 20:00 í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Tveir félagar úr Selnum þeir Arnar Árnarson og Svavar Jón Árnason ásamt Magnúsi Kjartani Eyjólfssyni úr Stuðlabandinu taka þátt fyrir hönd Selsins. Frítt er á tónleikana og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má sjá hér að neðan.
Fréttatilkynning Hljómlist án landamæra 2019