Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Símavinir eldri borgara í Árborg

Eftir umræður í m.a. viðbragðsstjórn Árborgar ákvað stjórnin að boða til samráðsfundar með formanni félags eldri borgara, fulltrúa sveitarfélagsins í samráðshópi áfallamála, forstöðumanni félagslegrar heima­þjónustu, forstöðu­manni dagdvalanna og fulltrúa Rauðakrossins miðvikudaginn 8. apríl sl. v/símhringiverkefnis fyrir eldri borgara í Árborg.

Á samráðsfundinum kom fram að félag eldri borgara hafði hringt í sína félagsmenn og að Rauði krossinn sinni símaþjónustu við fólk á öllum aldri. Allir voru sammála um að gagnsemi símhringiverkefnis fyrir eldra fólk og gæti það verið liður í því að sýna náungakærleik, kanna líðan, rjúfa félagslega einangrun og ræða það sem brennur á hjá viðkomandi.

Fulltrúa í samráðs­hópi áfallamála, og sviðsstjóra, var falið að vinna málið áfram. Símaviðtalsrammi var unninn og er þar til að mynda spurt um aðstæður hvers og eins, vakin athygli á síma Rauða krossins 1717 og óskað eftir ábendingum um úrbætur á þjónustu. Umsjónarmenn félags­miðstöðvar tóku að sér að verkefnastjórn. Nú hefur verið hringt í stóran hluta íbúa 80 ára og eldri og hefur verkefnið gengið afar vel. Starfsfólk félagsmiðstöðarinnar Zelsíuz og ung­menna­­húss, dagdvalanna Árbliks og Vinaminnis sem og ráðgjafar félagsþjónustu hafa að undanförnu verið í hlutverki símavina.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica