Fréttasafn

Símtöl og samkomur á vegum fjölskyldusviðs Árborgar

Framhald af verkefni sem félagsmiðstöðin Zelsíuz var með á tímum samkomubanns heldur áfram á komandi vikum. 

Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar munu hringja í eldri borgara og benda á skemmtilegar samkomur og viðburði ásamt almennu spjalli. Markmið Árborgar er að stuðla að minni félagslegri einangrun og er verkefnið styrkt af Félagsmálaráðuneytinu.

Alla miðvikudagsmorgna út júlí kl 11 í Sigtúnsgarði er Qigong leikfimi með Bryndísi Guðmundsdóttur, jógakennara. Qigong er ævagömul kínversk leikfimi sem byggist á öndun og slökun og eflir lífsorkuna.

Fimmtudagana 2. 9. og 16.júli kl 10 verða hittingar við Lappset æfingatækin hjá Grænumörk 5 en þar verða starfsmenn fjölskyldusviðs, viljum við þó benda á að fólk er á eigin ábyrgð.

Boðið verður upp á skemmtiferðir seinna í sumar, eldri borgurum að kostnaðarlausu. Ferðirnar verða auglýstar þegar nær dregur.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

29. júní 2020 : Ráðning mannauðsráðgjafa

Berglind Harðardóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Sveitarfélagsins Árborgar en hún var valin úr hópi 19 umsækjenda um starfið. 

Sjá nánar

25. júní 2020 : Vinningshafi í nafnasamkeppni

Í dag voru veitt verðlaun fyrir tillögu að nafni á nýja leikskólann í Engjalandi. Átján þátttakendur áttu tillöguna sem varð fyrir valinu, Goðheimar. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica