Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Skátastarf Fossbúa er hafið á ný með breyttu sniði

Skátastarfið hófst af fullum krafti mánudaginn 4. maí en með aðeins breyttu sniði til að koma til móts við breyttar aðstæður í samfélaginu.

Samkvæmt Fossbúum verða fundir framvegis 1,5 klst. í stað einnar áður. Fundataflan tekur því breytingum - sjá nýja töflu hér að neðan. Tímabil vorannar mun einnig lengjast um einn mánuð, til loka júní.
Til að draga úr smithættu verður engin hressing (ávextir og grænmeti) í boði við upphaf funda og reikna má með að skátastarfið færist meira út úr húsi.
Lögð verður áhersla á handþvott og sprittun og sameiginlegir snertifletir þrifnir vel og vandlega.

Lenging fundartíma og tímabils er gerð til að koma til móts við skáta og foreldra vegna funda sem féllu niður.
Tímasetning félagsútilegunnar er óljós en stefnt er að hefðbundinni tjaldútilegu við Fossá þegar það verður leyfilegt.

Fundatafla fyrir vorönn:
Mánudagur: kl. 17:15 - 18:45 | fs Kynjadýr (stelpur fæddar 2008)
Mánudagur: kl. 19:30 - 21:00 | rs Forynjur (skátar fæddir 2001-3)
Þriðjudagur: kl. 17:30 - 19:00 | fs Vatnaverur & fs Draugar (stelpur f. 2007 og strákar f. 2007-8) *
Þriðjudagur kl. 17:15 - 18:45 | fs Vofur (strákar f. 2009)
Fimmtudagur kl. 17:00 - 18:30 | ds Álfar (skátar fæddir 2006)
Fimmtudagur kl. 18:30 - 20:00 | ds Huldufólk (skátar fæddir 2004)
Fimmtudagur kl. 19:30 - 21:00 | ds Dvergar (skátar fæddir 2005)

* Ath. Fundatímar Vatnavera og Drauga liggja nú alveg saman og er það liður í undirbúningi sveitanna fyrir næsta vetur en þá munu þær mynda saman dróttskátasveitina Huldufólk. Samvinna mun væntanlega aukast eftir því sem líður á önnina.

  • IMG_7676
  • IMG_7701

Sjá nánar um afléttingu takmarkana


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica