Skoðun á skólamötuneytum Árborgar
Sveitarfélagið Árborg hefur í framhaldi af ábendingum foreldra gert úttekt á gæðum matar í skólamötuneytum sveitarfélagsins.
Niðurstaðan er jákvæð hvað varðar lýðheilsuviðmið landlæknis og aukið samstarf mötuneytanna
Breytingar urðu á skólamötuneytum Árborgar haustið 2023 þegar þrír grunnskólar fóru að framleiða mat fyrir aðrar stofnanir sveitarfélagsins.
Í kjölfar ábending foreldra um framsetningu og gæði matar úr skólamötuneytum Árborgar var fjallað um starfsemi þeirra í bæjarráði um það hvernig hefði tekist til fyrsta skólaárið. Lagðar voru fram fjórar tillögur til skoðunar og úrbóta sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 5. september sl.
Tillögur og úrbætur voru eftirfarandi:
- Fyrst tillagan var að matur sem er framleiddur fyrir dagdvalir færist yfir í Stekkjaskóla þar sem nýlega var ráðinn aðili sem hefur reynslu af matreiða fyrir eldri borgar í sveitarfélaginu. Stekkjaskóli hefur þegar tekið við framleiðslu matar fyrir báðar dagdvalir í sveitarfélaginu og þurfti ekki að auka stöðugildi til þess inn í Stekkjaskóla.
- Önnur tillagan var að meta kosti þess að móta innkaupastefnu þar kemur fram hvað má versla af unnum matvælum og hámarksverð á vöruflokkum. Samráðsfundir eru mánaðarlega þar sem innkaupastjóri sveitarfélagsins situr eftir þörfum með matráðum framleiðslu eldhúsanna, þar samráð um bestu innkaupin eru yfirfarinn. Ekki hefur verið séð ástæða til þess að móta innkaupastefnu að svo stöddu en samráð verður viðhaft og hagkvæmni í innkaupum hefur aukist.
- Þriðja tillagan var að auka samræmingu matseðla þar sem tryggt er að lýðheilsuviðmiðum sé uppfyllt samkvæmt ráðleggingum landlæknisembættisins og að ná fram frekari hagræðingum í innkaupum. Matseðlar hafa verið samræmdir og hluti af úrbótaáætlun næringarfræðings voru leiðbeiningar og uppskriftir til framleiðslueldhúsa.
- Fjórða tillagan var úttekt næringarfræðings á matseðlum framleiðslu eldhúsanna til að staðfesta að Sveitarfélagið Árborg sé að uppfylla lýðheilsuviðmið samkvæmt ráðleggingum landlæknisembættisins. Fyrirtækið Sýni var fengið til þess að gera úttekt sem framkvæmd var í október 2024. Helstu niðurstöður voru jákvæðar. Kom fram að matseðlar væru almennt fjölbreyttir og gott úrval í saltabar í öllum skólunum. Ábendingar til úrbóta voru að auka mætti notkun grófari kolvetna, grænmetisrétta og trefjaríkari máltíða.
Það er ánægjulegt að útbótatillögur séu að skila jákvæðum árangri. Sveitarfélagið telur mikilvægt að reglulega sé endurmat á ýmsum þáttum í þjónustu við íbúa og eru tillögurnar liður í þeirri vegferð.