Skógræktarfélag Selfoss stóð fyrir fræðslugöngu um Hellisskóg
Sem hluti af menningarmánuðinum stýrðu félagar úr stjórn Skógræktarfélags Selfoss göngu um Hellisskóg í blíðskaparveðri síðastliðinn laugardag.
Saga og starfsemi Skógræktarfélagsins Selfoss var kynnt og uppbygging skógarins lýst frá upphafi skógræktar á svæðinu. En svæðið var afhent skógræktarfélaginu með samningi 1. október 1985 og eru því 35 ár síðan að plöntun hófst á svæðinu.
Vegna landsátaks í söfnun og dreifingu birkifræs, var sérstök áhersla lögð á söfnun, varðveisla og sáning á birkifræi kynnt og göngufólki boðið að tína fræ í skóginum.
Sveitarfélagið hvetur alla til að kynna sér þetta stórkostlega útivistasvæði.






