Skólasetning skólaárið 2020-2021
Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir mánudaginn 24. ágúst 2020. Að þessu sinni verður skólasetning með óhefðbundnum hætti v/COVID-19. Meðfylgjandi eru upplýsingar um skipulag og tímasetningar hvers skóla.
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Skólasetning yngra stigs fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri og eldra stigs í skólahúsnæði á Eyrarbakka og verður með þessum hætti:
Kl. 09:00 Nemendur í 2. – 3. bekkur, f. 2012-2013
Kl. 10:00 Nemendur í 4. – 6. bekkur, f. 2009-2011
Kl. 11:00 Nemendur í 7. – 10. bekkur, f. 2005-2008
Vegna fjöldatakmarkanna er ekki óskað eftið aðkomu foreldra að skólasetningu unglingastigs. Nemendur 1. bekkjar fá boð um viðtalstíma og mæta þ.a.l. ekki á skólasetningu.
Sunnulækjarskóli
Kl. 09:00 Nemendur í 2.−4. bekk, f. 2011 – 2013
Kl. 10:00 Nemendur í 5. – 7. bekk, f. 2008 – 2010
Kl. 11:00 Nemendur í 8.−10. bekk, f. 2005–2007
Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal en síðan munu nemendur hitta umsjónarkennara. Vegna smitvarna er ekki mögulegt að taka á móti foreldrum á skólasetningu.
Nemendur 1. bekkjar mæta ekki við skólasetningu að þessu sinni. Þeir verða boðaðir ásamt forráðamönnum til viðtals við umsjónarkennara.
Vallaskóli
Skólasetning fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla.
Kl. 09:00 Nemendur í 2. - 3. bekkur, f. 2012 - 2013
Kl. 10:00 Nemendur í 4. - 6. bekkur, f. 2009 - 2011
Kl. 11:00 Nemendur í 7. bekkur, f. 2008
Kl. 13:00 Nemendur í 8. - 10. bekkur, f. 2005 -2007
Nemendur og forráðamenn í 1. bekk (f. 2014) fá sérstaka viðtalsboðun eins og áður.
Vegna fjöldatakmarkana er ekki gert ráð fyrir þátttöku foreldra/forráðamanna í skólasetningunni.
Skólastjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Vallaskóla og Sunnulækjarskóla.
