Skráning í vinnuskóla Árborgar 2021
Opnað hefur verið fyrir skráningu í vinnuskóla Árborgar fyrir sumarið 2021.
Við viljum hvetja þá sem skrá sig að setja inn í umsóknina þá einstaklinga sem óskað er eftir að vera með í hóp. (með hvaða vinum viltu vera í hóp)
Við leggjum mikinn metnað í að raða í hópa til þess að gera þessi fyrstu skref út á vinnumarkaðinn sem ánægjulegust.
Þeir sem eru þegar búnir að skrá sig geta farið aftur inn í umsóknina og bætt þessum upplýsingum við.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!
