Slæm veðurspá og appelsínugul viðvörun
Við viljum biðla til íbúa sveitarfélagsins að ganga frá lausamunum og öðru sem féll til eftir nýársgleðina.
Íbúar eru sérstaklega hvattir til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem féll til eftir nýársgleðina, en víða eru enn restar um götur og opinn svæði í sveitarfélaginu.
Sérmerktur gámur verður á gámasvæðinu í Víkurheiði til að taka á móti flugeldarusli endurgjaldslaust.
Nýárskveðja frá starfsfólki þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins.