Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn
  • Snjallmaelar

Snjallmælavæðing Selfossveitna

Set ehf. á Selfossi og Selfossveitur hafa gert með sér samning um innkaup á snjallmælum hitaveitu. Fyrir liggur að snjallvæða alla hitaveitumæla hjá Selfossveitum en það hefur umtalsvert hagræði í för með sér en þá geta mælarnir sjálfir annast álestur og komið gögnum í rauntíma til Selfossveitna. 

 Mælarnir hafa talsverða þýðingu fyrir notendur en með tilkomu þeirra er hægt að fylgjast betur með notkuninni og stilla hana af. Þetta dregur úr líkum á háum bakreikningum því með mælunum er auðvelt að sjá með einföldum hætti ef notkunin rýkur upp og því hægt að bregðast fyrr við ef eitthvað er bilað eða ekki í lagi. Búnaðurinn sem um ræðir er frá fyrirtækinu Diehl í þýskalandi, en það er eins og áður sagði Set ehf á Selfossi sem flytur búnaðinn inn og mun annast verkið. Verkefnið er til næstu fimm ára en það tekur tíma að skipta ú öllum mælum í kerfinu. Fyrsta afhending á mælum verður nú í júní. 

Frá vinstri: Jón Gautason og Valdimar Hjaltason frá Set. Sigurður Þór Haraldsson frá Selfossveitum.
Mynd: dfs.is/gpp


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica