Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg sunnudaginn 7. janúar 2024
Frá kl. 11:00 verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg. Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá fjarlægð.
Sunnudaginn 7. janúar 2024 frá kl. 11:00 verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg
Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá fjarlægð.
Mikilvægt er að trén séu sýnileg frá götu þannig að auðvelt sé að fjarlægja þau. Farið verður af stað í söfnunina um kl. 11:00 sunnudaginn 7. janúar og mikilvægt er að trén séu komin að gangstétt/lóðarmörkum þá.
Körfuknattleiksfélag Selfoss sér um jólatrjáasöfnunina en ekki verður um frekari safnanir að ræða á jólatrjám í sveitarfélaginu þetta árið en einstaklingar geta komið jólatrjánum sínum niður á gámasvæði Sveitarfélagsins Árborgar í Víkurheiði á opnunartíma.
Íbúar eru einnig hvattir til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem fellur til eftir nýárs- og þrettándagleði en sérstakur gámur verður á gámasvæðinu í Víkurheiði til að taka á móti flugeldarusli.
Sveitarfélagið Árborg