Staða framkvæmda við Stekkjaskóla
Föstudaginn 24. september sl. heimsóttu skólastjórnendur Stekkjaskóla byggingsvæðið að Heiðarstekk 10, ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra og fleiri stjórnendum frá mannvirkja- og umhverfissviði.
Góður gangur er á framkvæmdum en í síðustu viku var skólalóðin malbikuð og í þessari viku hefst vinna við hellulögn og frágang lóðarinnar. Búið er að setja saman leiktæki sem fara á skólalóðina.