Starfsdagur frístundaþjónustu Árborgar
Frístundaþjónusta Árborgar stóð nýverið fyrir vel heppnuðum starfsdegi fyrir allt sitt starfsfólk. Markmiðið með deginum var að auka þekkingu, samheldni og skapa tækifæri til umræðna og að læra af hvoru öðru.

Dagurinn hófst á nýliðafræðslu og ljúffengum kaffiveitingum. Í kjölfarið tók við EKKO-fræðsla sem snýr að einelti, kynbundnu og kynferðislegu áreiti og ofbeldi. Starfsfólki var skipt í hópa og tóku allir virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu tengdu efninu.
Eftir hádegi héldu starfsmenn áfram í fræðslu. Annars vegar í skyndihjálp og hins vegar á námskeiði frá Ég er Unik sem fjallaði um hegðun og líðan barna, afar mikilvægt og fróðlegt efni fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum.

 
     
     