Starfsemi frístundaheimila Árborgar hafin af krafti
Frístundaheimilin í Árborg hafa hafið vetrarstarfið af krafti og gengur innleiðing nýs dagskipulags vonum framar. Starfið einkennist af gleði, sköpun og góðum starfsanda þar sem börnin kynnast nýjum rýmum, starfsfólki og fjölbreyttum viðfangsefnum.
Lögð er áhersla á að skapa hlýlegt og öruggt umhverfi þar sem hvert barn fær að blómstra á eigin forsendum.
Nýtt dagskipulag hefur verið tekið upp sem stuðlar að betri yfirsýn, rútínu og vellíðan barna.
Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði barnanna meðal annars með því að gefa þeim tækifæri til að taka virkan þátt í mótun starfseminnar.
Haustmánuðirnir hafa einkennst af mikilli útiveru, listsköpun, föndri og frjálsum leik.
Starfsfólk frístundaheimilanna hlakkar til áframhaldandi samstarfs við börn og foreldra og spennandi verkefna fram undan í vetur.