Stóri Plokkdagurinn í Árborg laugardaginn 27.apríl
24. apríl 2019
Laugardaginn 27. apríl 2019 frá kl. 9-12 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa sig við afraksturinn í stórsekki að tínslu lokinni á þessum stöðum:
Eyrarbakki: Við sjoppuna,
Stokkseyri: Við sjoppuna,
Selfoss: Sunnan við Ráðhús Árborgar, Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði), Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið og við leikskólann Árbæ. Eftir kl. 13:00 á laugardag má losa sig við afraksturinn á gámsvæðinu Víkurheiði til klukkan 17:00 og einnig mánudaginn 29. apríl.
Stóri Plokkdagurinn er haldinn 27. apríl. Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við framtak íbúa sem vilja stuðla að snyrtilegu umhverfi og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að tína rusl sem víðast. Í kjölfar áskorunar til bæjaryfirvalda um að taka þátt í plokk átaki í Árborg hefur verið ákveðið að sveitarfélagið liðsinni áhugasömum með þeim hætti að laugardaginn 27. apríl n.k. verði pokar til að tína rusl í aðgengilegir á ofangreindum stöðum í sveitarfélaginu, auk þess sem fólk getur losað sig við afrakstur plokksins í stórsekki á sömu stöðum. Sekkirnir verða fjarlægðir fyrir kl. 13:00 og eftir það má losna við pokana á gámasvæðinu við Víkurheiði, sem er opið frá kl. 13-17. Mikilvægt er að í sekkina fari flokkað rusl í glærum pokum sem hnýtt hefur verið fyrir. Einnig verður hægt að skila af sér plokki endurgjaldslaust á gámasvæðinu við Víkurheiði mánudaginn 29. apríl nk.
Sveitarfélagið Árborg