Styrkir til fasteignaskatts 2025
Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
Um er að ræða styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Frestur til að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum í Sveitarfélaginu Árborg sem nýttar eru fyrir starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, s.s. menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi eða vinnu að mannúðarstörfum, rennur út þann 15. apríl n.k.
Skilyrði er að viðkomandi fasteign sé skráð eign almenns félags eða að það sé handhafi þinglýsts húsaleigusamnings til a.m.k. eins árs og að fram komi í samningnum að félagið skuli greiða fasteignagjöld af hinu leigða húsnæði. Veittur styrkur getur aldrei numið hærri fjárhæð en sem svarar 50% af á lögðum fasteignaskatti.
Sækja skal um fyrir 15. apríl 2025
Umsókn um styrk til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts | Mín Árborg