Suðurland mun eignast sinn menningarsal!
Miðvikudaginn 21. júní var opinn íbúafundur með Lilju D. Alfreðsdóttur Menningar- og viðskiptaráðherra þar sem flutt voru erindi og rætt var um framtíð menningarsalar.
Vel var mætt og greinilegt að þörf er á menningarsal
Fulltrúar lista og menningar fluttu erindi þar sem berlega kom í ljós að mikil gróska er í menningarlífi Árborgar og Suðurlands alls og þörf á menningarsal og aðstöðu fyrir allar listgreinar hefur aldrei verið jafn aðkallandi og nú.
Bjartsýn á framhaldið
Lilja telur að næstu skref í þessu máli séu að ríkið og sveitarfélagið setjist niður og átti sig á fjárhagslegri getu beggja til að takast á við verkefnið sem og leyti svara nokkrum lykilspurningum varðandi eignarhald.
Lilja leggur ríka áherslu á að framtíð menningar sé björt hér á Suðurlandi og vill að ríki og sveitarfélagið haldi ótrauð áfram.