Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Sumarblað Árborgar komið út - fjölbreytt námskeið í boði

Sumarblað Árborgar sem inniheldur upplýsingar um sumarstarf og námskeið í sveitarfélaginu er nú komið út og hafa aldrei verið jafn fjölbreytt námskeið í boði fyrir börn á svæðinu. 

Þetta árið verður blaðinu því miður ekki dreift í íbúðarhús innan Árborgar heldur er hægt að nálgast það á netinu sem og verða eintök á nokkrum stöðum innan Árborgar líkt og sundlaugum, bókasafni og fleiri. 

Fjölbreytni námskeiða sumarið 2020 hefur aldrei verið jafn mikið og er sérstaklega ánægjulegt hvað mörg skapandi námskeið hafa bæst við þetta árið. 

Vefútgáfu af sumarblaðinu er hægt að nálgast hér að neðan:

Sumarblað Árborgar 2020 - vefútgáfa


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica