Fréttasafn

Sundhöll Selfoss opnar 00:01 aðfaranótt mánudagsins 18. maí

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri opna aftur eftir samkomubann mánudaginn 18. maí nk. mörgum til mikillar gleði. 

Til að leyfa sundþyrstum íbúum og gestum að komast sem fyrst í sund verður Sundhöll Selfoss opnuð aðfaranótt mánudagsins eða eina mínútu yfir tólf á miðnætti (00:01) og verður opið alla nóttina. Sundlaug Stokkseyrar opnar síðan fyrir almennum gestum á hefðbundnum tíma kl. 16:30. 

Sundgestir er beðnir um virða þær takmarkanir sem almannavarnir hafa sett fram og starfsfólk mun reyna að leiðbeina gestum eins vel og hægt er. Þetta byrjar þó og endar hjá okkur sjálfum enda erum við öll almannavarnir og í sameiningu getum við látið þetta ganga vel fyrir sig. Til upplýsingar þá verða t.d. takmarkanir á fjölda í heita potta, sauna og eimbaði.

Hlökkum til að taka á móti íbúum og gestum í sundlaugar Árborgar. Sjáumst hress. 

Starfsfólk sundlauga Árborgar

Heilsueflandi-samfelag-S_logo_Arborg 


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

3. júní 2020 : Breytt setning vinnuskóla Árborgar 2020

Covid19 hefur sett sitt mark á þjóðfélagið allt síðustu mánuði og er vinnuskólinn engin undantekning

Sjá nánar

2. júní 2020 : Slys í Sundhöll Selfoss

Sá afar sorglegi atburður varð í Sundhöll Selfoss þann 1. júní, að 86 ára karlmaður lést í lauginni. Sveitarfélagið Árborg og starfsfólk sundlaugarinnar vottar aðstandendum sína dýpstu samúð og mun af öllum mætti aðstoða lögregluna við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og dánarorsök liggur ekki fyrir. 

Sjá nánar

29. maí 2020 : Tilkynning - Vinnuskóli Árborgar

Þann 8. júní hefja rúmlega 300 unglingar störf við Vinnuskóla Árborgar. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár. 

Sjá nánar

29. maí 2020 : Hjólabrettanámskeið á Selfossi

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur blæs til Hjólabrettanámskeiðs á Selfossi í Júní. Námskeiðið hefst laugardaginn 6. Júní 2020 og er 3 laugardaga í röð. Verið er að taka á móti skráningum núna og er námskeiðið mjög fljótt að fyllast, fyrstur skráir fyrstur fær!

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica