Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Sundhöll Selfoss opnar 00:01 aðfaranótt mánudagsins 18. maí

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri opna aftur eftir samkomubann mánudaginn 18. maí nk. mörgum til mikillar gleði. 

Til að leyfa sundþyrstum íbúum og gestum að komast sem fyrst í sund verður Sundhöll Selfoss opnuð aðfaranótt mánudagsins eða eina mínútu yfir tólf á miðnætti (00:01) og verður opið alla nóttina. Sundlaug Stokkseyrar opnar síðan fyrir almennum gestum á hefðbundnum tíma kl. 16:30. 

Sundgestir er beðnir um virða þær takmarkanir sem almannavarnir hafa sett fram og starfsfólk mun reyna að leiðbeina gestum eins vel og hægt er. Þetta byrjar þó og endar hjá okkur sjálfum enda erum við öll almannavarnir og í sameiningu getum við látið þetta ganga vel fyrir sig. Til upplýsingar þá verða t.d. takmarkanir á fjölda í heita potta, sauna og eimbaði.

Hlökkum til að taka á móti íbúum og gestum í sundlaugar Árborgar. Sjáumst hress. 

Starfsfólk sundlauga Árborgar

Heilsueflandi-samfelag-S_logo_Arborg 


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica