Sundlaugar Árborgar lokaðar til og með 17.nóv
Í ljósi nýrrar reglugerðar frá sóttvarnaryfirvöldum verða sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri lokaðar frá 31.október til 17. nóvember nk.
Ef allt gengur eftir munum við opna sundlaugarnar aftur miðvikudaginn 18. nóvember.
Þetta eru skrítnir og erfiðir tímar en í sameiningu getum við sigrast á veirunni. "Við erum öll almannavarnir"
Sundlaugar Árborgar
