Sundlaugar Árborgar opna á ný
Fimmtudaginn 10. desember fær sveitarfélagið leyfi til að opna Sundhöll Selfoss og sundlaug Stokkseyrar aftur.
Fjöldi gesta má vera 50% af starfsleyfi sundlaugana sem eru:
Sundhöll Selfoss er með starfsleyfi fyrir 139 manns í laugum, fer niður í 70 manns. Sundhöllin opnar fimmtudaginn 10. desember klukkan 6.30 og venjuleg opnun framundan.
Sundlaug Stokkseyrar er með starfsleyfi fyrir 34 manns, fer niður í 17 manns. Sundlaugin opnar fimmtudaginn 10. desember 16:30 og venjuleg opnun framundan.
Börn fædd 2005 og síðar telja ekki með. Í ljósi aðstæðna þá biðjum við viðskiptavini að dvelja ekki lengur í sundlaugunum en 60 til 90 mínútur svo að allir geti notið þess að komast loksins í laugarnar.
Hér verður hægt að fylgjast með fjöldanum í laugunum.
Bestu kveðjur,Starfsfólk sundlauga Árborgar.
