Sundlaugar og íþróttahús í Árborg lokuð helgina 14-15. desember
Vegna slæmrar kuldaspár hafa Selfossveitur óskað eftir því að íbúar í sveitarfélaginu spari heitt vatn eins og kostur er næstu daga og í ljósi þess hefur Sveitarfélagið Árborg tekið þá ákvörðun að loka sundlaugum Árborgar á Selfossi og Stokkseyri og íþróttahúsum á Selfossi yfir helgina.
Um er að ræða:
- íþróttahús Vallaskóla, íþróttahús Sunnulækjarskóla, íþróttahúsið IÐU, Sundhöll Selfoss og sundlaug Stokkseyrar
- Sundhöll Selfoss og sundlaug Stokkseyrar verða lokaðar frá föstudegi og út sunnudaginn
- Íþróttahús Vallaskóla og íþróttahús Sunnulækjarskóla verða lokuð laugardag og sunnudag
- Íþróttahúsið IÐA verður lokað laugardag og sunnudag en opnað verður fyrir mfl. Karla þar sem það er sjónvarpsleikur sun. 15.des kl. 19:30.
Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar á þessu en vonum að ákvörðuninni sé sýndur skilningur í ljósi stöðunnar en stefnan er að opna aftur á mánudagsmorgun 16. desember.
