Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Ný og áhugaverð sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri

Á fundi bæjarstjórnar 29. apríl sl. var samþykkt að fjölga sumarstörfum fyrir námsmenn 18 ára og eldri á vegum Sveitarfélagins Árborgar í sumar, í ljósi þess ástands sem skapast hefur í atvinnumálum vegna Covid-19 faraldursins.  

Um er að ræða fjölbreytt sumarstörf af öðru tagi en sveitarfélagið hefur áður boðið upp á. Bæjarstjórn hefur veitt heimild fyrir allt að 85 sumarstörfum í þessu skyni.

Meðal nýrra starfa eru fjölbreytt umhverfisstörf, störf sem snúa að stjórnsýslu og þjónustu við bæjarbúa, störf sem tengjast nýsköpun og stafrænni þjónustu, störf sem tengjast ferðamennsku og markaðssetningu o.fl. Gert er ráð fyrir a.m.k. 2ja mánaða ráðningartíma.

Boðið er upp á fjölbreytt störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri búsetta í sveitarfélaginu, á milli anna í námi (þ.e. að koma úr námi og skráður í nám að hausti). Þessi sumarstörf eru sköpuð í samvinnu við Vinnumálastofnun og eru hluti af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa fyrir námsmenn í sumar, allt að 3400 á landsvísu.

Hægt er að sækja um störfin á ráðningarvefsveitarfélagins starf.arborg.is og umsóknarfrestur er til 18. maí nk. 


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica