Sveitarfélagið Árborg hlýtur Jafnvægisvogina 2024
Sveitarfélagið Árborg var eitt fimmtán sveitarfélaga sem hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) á dögunum.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
Verkefnið hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi.
Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði 40/60 í framkvæmdastjórnun.
Sérstök viðurkenningarhátíð - Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun var haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands á dögunum og tók Bragi Bjarnason, bæjarstjóri við viðurkenningunni fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
“Það er mjög ánægjulegt að Sveitarfélagið Árborg sé í þessum góða hópi sveitarfélaga, fyrirtækja og opinberra aðila sem hljóta viðurkenninguna í ár. Þetta er hvatning til okkar allra sem vinnum fyrir sveitarfélagið” sagði Bragi Bjarnason, bæjarstjóri af þessu tilefni.