Sveitarfélagið Árborg með lítinn sem engan launamun kynjanna
Sveitarfélagið fór í gegnum vottun Jafnréttisstofu án athugasemda í október og fékk endurnýjun á jafnlaunavottun.
Sveitarfélagið Árborg stóðst fyrst jafnlaunavottun árið 2019, sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og félagsmálaráðuneytisins. Jafnlaunakerfi sveitarfélagsins er nú tekið út árlega af iCert á Íslandi. Launamunur kynjanna er 0,7% konum í óhag sem er óverulegur munur. Jafnlaunakerfið hefur verið virkt síðan 2019 og gerðu ytri úttektaraðilar engar athugasemdir við endurvottun þess núna árið 2025.
Sveitarfélagið er ávallt að vinna að því öll kyn fái sömu laun fyrir sambærileg störf og að launamunur kynjanna sé ekki til staðar. Sveitarfélagið skiptir störfunum upp í 9 flokka og skýrir flokkunin yfir 89% af launamun kynjanna sem telst nokkuð fastmótuð launauppbygging.
Hjá sveitarfélaginu starfa um 1200 starfsmenn á 38 vinnustöðum.

