Fréttasafn
  • Mannamot_2020_01

Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur á Mannamótum 2020

Hin árlega ferðasýning/kaupstefna Mannamót var haldin í gær fimmtudag í Kórnum, Kópavogi. Fjöldi fyrirtækja frá öllum landshlutum voru skráð til þátttöku í ár þar á meðal fyrirtæki frá Árborg og Flóahreppi sem kynntu starfsemi sína.

Ísland hefur mikið upp á að bjóða fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn og er Mannamót Markaðsstofa landshlutanna nýtt til að mynda styrkja tengsl innan ferðaþjónustunnar.
Mjög góð þátttaka var í ár og um 270 ferðaþjónustufyrirtæki kynntu þjónustu sína og þar af um 80 af Suðurlandi. Um 700 gestir sóttu Mannamót þetta árið auk sýnenda.
Markmið og tilgangur þessa árlega viðburðar, Mannamót, er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gafst gestum á Mannamóti kostur á kynna sér þær vörur og nýjungar mismundi landshlutar eru að bjóða.

  • Mannamot_2020_01
  • Mannamot_2020_09
  • Mannamot_2020_03
  • Mannamot_2020_07
  • Mannamot_2020_04
  • Mannamot_2020_02
  • Mannamot_2020_06

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

30. júní 2020 : Símtöl og samkomur á vegum fjölskyldusviðs Árborgar

Framhald af verkefni sem félagsmiðstöðin Zelsíuz var með á tímum samkomubanns heldur áfram á komandi vikum. 

Sjá nánar

29. júní 2020 : Ráðning mannauðsráðgjafa

Berglind Harðardóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Sveitarfélagsins Árborgar en hún var valin úr hópi 19 umsækjenda um starfið. 

Sjá nánar

25. júní 2020 : Vinningshafi í nafnasamkeppni

Í dag voru veitt verðlaun fyrir tillögu að nafni á nýja leikskólann í Engjalandi. Átján þátttakendur áttu tillöguna sem varð fyrir valinu, Goðheimar. 

Sjá nánar

24. júní 2020 : Nýr aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica