Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Sveitarfélagið Árborg semur við Guðmund Tyrfingsson ehf. um akstursþjónustu

Sveitarfélagið Árborg hefur samið að undangengnu útboði við GTs ehf. (Guðmund Tyrfingsson) um skólaakstur, akstur  fyrir félagsþjónustu, frístundaakstur og innanbæjarstrætó. 

Gts. ehf. voru lægstir í útboði sem fram fór fyrr í vor og er samningurinn til 5 ára með möguleika á framlengingu. Þjónustan hefst 1. ágúst nk. fyrir alla þjónustuþætti nema innanbæjarstrætó sem hefst 1.janúar. 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar og Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri GTs. ehf. skrifuðu undir samninginn en með þeim eru Þorsteinn Hjartarson, sviðstjóri fjölskyldusviðs Árborgar, Helga María Pálsdóttir, bæjarritari og Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar. 


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica