Sveitarfélagið Árborg styrkir Skákfélag Selfoss og nágrennis
Föstudaginn 29. nóvember sl. skrifuðu Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar og Þorsteinn G. Þorsteinsson. formaður skákfélagsins undir samstarfssamning milli þessara aðila. Samningurinn gildir út árið 2024
Föstudaginn 29. nóvember sl. skrifuðu Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar og Þorsteinn G. Þorsteinsson. formaður skákfélagsins undir samstarfssamning milli þessara aðila. Samningurinn gildir út árið 2024 og mun Sveitarfélagið Árborg styrkja skákfélagið um 1.600.000 kr. á ári sem verður varið í uppbygginu yngriflokka félagsins, Íslandsmóts í Fischer- slembiskák og annarra grunnstarfsemi. Skákfélag Selfoss og nágrennis mun halda úti reglulegum æfingum fyrir börn, unglinga og fullorðna, halda skákmót fyrir þann aldurshóp og fylgja börnum á skákmót á vegum Skáksambands Íslands. Félagið mun einnig senda sveitir til þátttöku í Íslandsmóti fullorðinna og er stefnan að A-sveit félagsins haldi sér í efstu deild.
Á myndinni eru Guðbjörg Jónsdóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar Árborgar, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Þorsteinn G. Þorsteinsson, formaður SSON og Björgvin Guðmundsson, stjórnarmaður í SSON.
