Sveitarfélagið vekur athygli á notkun sorpíláta
Í tilefni þess að umræða um sorphirðu hefur kviknað á samfélagsmiðlum skal vakin athygli á eftirfarandi.
Mikilvægt er að fjölbýlishús séu með nægilega mörg sorpílát til að anna þörfum íbúanna milli þess sem tunnur eru hirtar.
Húsfélög geta pantað 600 ltr. ker hjá sveitarfélaginu og ætti eitt ker fyrir hvern flokk þá að duga 3 íbúðum.
Einstaklingar panta sjálfir hefðbundu tunnurnar hjá sveitarfélaginu. Greiða þarf fyrir allar nýjar tunnur og eru verðin samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Til að panta sorpílát er farið inn á „Mín Árborg“ á vef Svf. Árborgar og kemur verðið þar fram.