Tenging frá Suðurhólum að Gaulverjabæjarvegi opnuð
Opnað hefur verið á akstur um nýjan veg sem tengir Suðurhóla við Gaulverjabæjarveg austast á Selfossi.
Tenginguna má sjá á meðfylgjandi mynd merkt inn með rauðri línu. Þessi framlenging á Suðurhólum auðveldar allan akstur meðfram suðurhluta Selfoss og opnar á nýja tengingu fyrir íbúa og gesti inn og út úr þessum bæjarhluta.