Það styttist í vorið | Vor í Árborg 2025
Við óskum eftir þátttöku félaga, samtaka, einstaklinga, áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna í Sveitarfélaginu Árborg.
Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2025” verður haldin frá Sumardeginum fyrsta, 24.- 27. apríl nk.
Skipulagning er vel á veg komin, en það er enn tími til að taka þátt og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum, opnum húsum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar.
Fjölskylduleikurinn Gaman - saman
Sérstakur Vorpassi er gefinn út með dagskrá hátíðarinnar. Með þátttöku fjölskyldunnar í fjölbreyttri dagskrá er hægt er að vinna sumarlegan glaðning. Vorpassanum er skilað inn eftir hátíðina og verða þrír þátttakendur einum sumar-glaðning ríkari!
Áhugasamir geta haft samband við Ólaf Rafnar Ólafsson, atvinnu- og viðburðafulltrúa, olafur.rafnar@arborg.is eða Margréti Blöndal, deildarstjóra menningar- og upplýsingadeildar, margretb@arborg.is
Með von um góðar undirtektir
Menningar- og upplýsingadeild Sveitarfélags Árborgar