Þekktu rauðu ljósin | 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Átakið hefst á alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbudnu ofbeldi 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember.
Sveitarfélagið Árborg mun í tilefni átaksins lýsa ráðhúsið með appelsínugulum ljósum. Einnig munu fánar átaksins blakta víða um sveitarfélagið.
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi má rekja aftur til ársins 1991 og hafa fjölda margir aðilar á Íslandi tekið þátt. Litur átaks Soroptimista er appelsínugulur.
Tímasetning átaksins er engin tilviljun, en það hefst í dag 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur 10. desember á hinum alþjóðlega mannréttindadegi. Markmið átaksins er að vekja athygli á og knýja á um afnám alls kyndbundins ofbeldis.
Landssamband Soroptimista á Íslandi er einn þeirra fjöldamörgu aðila sem taka þátt í átakinu og í ár taka Soroptimistar þátt undir kjörorðinu ÞEKKTU RAUÐU LJÓSIN.